spot_img
HomeFréttirNBA: Hnéið á Pierce í fínu lagi

NBA: Hnéið á Pierce í fínu lagi

22:17
{mosimage}

Ein mesta dramatík seinni tíma átti sér stað í úrslitunum í NBA þegar Paul Pierce, leikmaður Boston, datt og virtist meiða sig alvarlega í fyrsta leiknum gegn L.A. Lakers. Eins og flestir muna þurfti að bera hann útaf en hann kom inná seinna í leiknum og lagði grunninn að sigri Boston.

Pierce sagði strax eftir leik að hann ætlaði ekki að láta athuga hvað væri að því hann vildi ekki missa af úrslitunum. Hann ákvað að spila og taka áhættuna á frekari meiðslum. Nýjustu rannsóknir sýna að Pierce verður aðeins frá í nokkrar vikur og að hann muni hefja næsta tímabil hraustur og tilbúinn að verja titilinn.

Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston, sagði að meiðslin væri ekki alvarleg aðeins smá tognun og mar við beinið á hnénu. Hann gerði ráð fyrir að hann yrði kominn á fullt ról bráðlega.

Pierce mun hefja æfingar í næsta mánuði.

[email protected]

Mynd: AP


Fréttir
- Auglýsing -