spot_img
HomeFréttirNBA harmsögur: Jay Williams

NBA harmsögur: Jay Williams

15:01
{mosimage}

Næsta frásögn í flokknum “NBA harmsögur” fjallar um leikmanninn Jay Williams (fullu nafni Jason Williams) sem var valinn annar af Chicago Bulls í nýliðavalinu árið 2002 á eftir Yao Ming. Sama sumar spilaði hann fyrir hönd Bandaríkjanna á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Bandaríkjunum. Eftir aðeins eitt tímabil með Bulls, þar sem hann skoraði 9,5 stig og gaf 4,7 stoðsendingar, lenti Williams í slysi sem setti ferilinn hans í biðstöðu og útlit var fyrir að hann myndi jafnvel ekki geta gengið á ný.

Jay Williams var bakvörður og spilaði í high school í New Jersey fylkinu líkt og Dajuan Wagner sem fjallað var um í síðustu grein. Ekki lét Williams körfuboltan einan sér nægja sem íþrótt heldur lagði hann einnig stund á blak, knattspyrnu og skák. Vann Jay mörg verðlaun í high school og var meðal annars valinn íþróttamaður New Jersey fylkis, valinn í All- American liðið og keppti í McDonald’s stjörnuleiknum sem high school leikmenn keppa í. Þar skoraði hann 20 stig. Einnig tók hann þátt í troðslukeppni high school leikmanna. Á síðasta ári sínu var hann verðlaunaður séstaklega af skólanum sínum fyrir frábæran árangur á körfuboltavellinum og einnig sem nemandi í skólanum en hann þótti duglegur námsmaður.

Leið Williams lá í hinn fræga Duke háskóla þar sem hann skoraði rúmlega 15 stig að meðaltali og gaf 6,5 stoðsendingar á sínu fyrsta ári. Árið 2000 var hann valinn í sérstakan hóp háskólaleikmanna sem átti að spila æfingaleik við Ólympíulið Bandaríkjanna.

Næsta haust hjá Duke var hann lykilmaður í liðinu og leiddi það til NCAA meistaratitils. Williams var valinn leikmaður ársins af þjálfurum í háskóladeildinni og skoraði rúmlega 26 stig að meðaltali í leik. Hann var af mörgum gagnrýnendum talinn besti háskólaleikmaðurinn í landinu á sínum tíma. Williams kláraði Duke háskólann á aðeins þremur árum og á útskriftardeginum var treyjan hans nr #22 hengd upp á vegg í íþróttasalnum og tekin úr umferð næstu árin.

Þann 19. júní 2003, ári eftir að hann skrifaði undir samning við Chicago Bulls, lenti Williams í mótorhjólaslysi sem endaði ferilinn hans sem körfuknattleiksmann. Hann fór í endurhæfingu í marga mánuði til að ná aftur styrk í fæturna og hóf svo loks að æfa sig á fullu aftur. Hann fékk tækfifæri til að æfa með New Jersey Nets árið 2006 en varð að hætta æfingum vegna síendurtekinna meiðsla.

Enn sem komið er stefnir Williams ekki á endurkomu í NBA deildina heldur vinnur mikið sem lýsandi á háskólaleikjum.

Arnar Freyr Magnússon

Fréttir
- Auglýsing -