spot_img
HomeFréttirNBA harmsögur: Dajuan Wagner

NBA harmsögur: Dajuan Wagner

12:12

{mosimage}

Til eru margar harmsögur um leikmenn sem áttu bjarta framtíð í körfuboltanum, sama hvort það var í háskóla eða NBA deildinni. Á svipstundu getur sú bjarta framtíð horfið og lífið tekur allt aðra stefnu. Fyrsta sagan í þessum flokki sem ég ætla að segja frá fjallar um Dajaun Wagner.

Dajaun er fæddur 1983 og er því 25 ára gamall daginn í dag. Hann er sonur fyrrum NBA leikmanns Milt Wagner. Wagner spilaði fyrir Camden high school  í New Jersey og skoraði meðal annars 100 stig í einum leik. Hann var með 42,5 stig að meðaltali í leik á síðasta ári sínu og skoraði 25 stig í hinum svokallaða McDonald’s All-American leik sem er hálfgerður stjörnuleikur þeirra sem spila í high school í Bandaríkjunum.

Dajaun spilaði fyrir Memphis State háskólann þar sem honum var líkt við Allen Iverson fyrir frábæra hæfileika til að skora. Hann skoraði 21,2 stig að meðaltali fyrir Memphis en ákvað að fara í NBA lotteríið eftir aðeins eitt tímabil í skólanum. Hann var valinn sjötti af Cleveland Cavaliers og skoraði 13,4 stig að meðaltali í leik.

Næstu árin áttu eftir að verða erfið fyrir Wagner þar sem hnémeiðsli og svo loksins fékk hann bólgu í ristilinn sem varð þess valdandi að Wagner varð að hætta í NBA og fara í stífa meðferð út af ristlinum sínum. Eftir að hafa látið fjarlægja ristilinn sinn endanlega árið 2005 hefur hann verið í endurhæfingu en er fjarri því að vera leikmaðurinn sem hann var árið 2002.

Fyrir ári síðan skrifaði hann undir samning við pólska liðið Prokom Trefl Sopot og spilaði með þeim á síðasta tímabili. Orðrómur er í gangi að hann sé að æfa sig á fullu fyrir hugsanlega endurkomu í NBA deildina og verður spennandi að sjá hvort að eitthvað verður úr því.

Hér má sjá brot af bestu tilþrifum hans Wagners.

 

Arnar Freyr Magnússon

Fréttir
- Auglýsing -