spot_img
HomeFréttirNBA: Gasol með Lakers í nótt?

NBA: Gasol með Lakers í nótt?

14:22
{mosimage}

 

(Tveir öflugir, Gasol og Kobe) 

 

Búist er við því að Spánverjinn Pau Gasol verði í leikmannahópi LA Lakers í nótt þegar liðið mætir Portland Trail Balzers í NBA deildinni. Gasol hefur misst út síðustu níu leiki með Lakers liðinu sökum meiðsla á vinstri ökkla.

 

Gasol tók þátt á æfingu Lakers í gær og sagði að henni lokinni að ef ökklinn yrði ekki til vansa ætti fátt eða ekkert að aftra því að hann færi í búning í nótt.

 

Þá hefur Phil Jackson þjálfari Lakers sagt að ef Gasol verði í hópnum þá muni hann fara beint inn í byrjunarliðið en að heildarleiktími hans myndi ákvarðast út frá því hvernig hann yrði í ökklanum.

 

Fyrir meiðslin var Gasol með 18,9 stig og 8,5 fráköst að meðaltali í leik. Með Gasol innanborðs hafa Lakers unnið 15 leiki og tapað 4 leikjum en án hans hefur liðið unnið 5 leikjum og tapað fjórum.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -