spot_img
HomeFréttirNBA: Gasol endaði í Los Angeles

NBA: Gasol endaði í Los Angeles

06:15

{mosimage}

Vangaveltum um framtíð Pau Gasol er lokið því drengurinn endaði í Los Angeles. Mikið hefur verið rætt um hvert spænski landsliðsmaðurinn fer en hann óskaði eftir því að vera skipt frá félaginu. Hann hefur verið orðaðu við nokkur lið og þá helst Chicago en hafa Lakers fengið hann til sín og láta nokkra leikmenn frá sér.


Miðherjinn Gasol fer til Lakers ásamt valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2010 í staðinn fyrir Kwame Brown, Javaris Crittenton, Aaron McKie og réttinn að Marc Gasol(yngri bróður Pau Gasol) og valrétt í fyrstu umferð 2008 og 2010.

Pau Gasol er á sínu sjöunda tímabili í NBA og var kjörinn nýliði ársins leiktíðina 2001-02. Hann tók þátt í stjörnuleiknum 2006 og varð heimsmeistari með Spáni árið 2006 og var einmitt valinn mikilvægasti leikmaður mótsins. Hann hefur skoraði 18,9 stig, tekið 8,8 fráköst og varið 1,44 skot í vetur.

[email protected]

Mynd: Heimasíða L.A. Lakers

Fréttir
- Auglýsing -