spot_img
HomeFréttirNBA: Gasol byrjar vel hjá Lakers

NBA: Gasol byrjar vel hjá Lakers

09:17
{mosimage}

(Gasol og Bryant saman í frákastabaráttunni) 

Spánverjinn Pau Gasol fer vel af stað með sínu nýja liði Lakers en hann sallaði niður 24 stigum og tók 12 fráköst í útisigri Lakers á New Jersey Nets í nótt. Lokatölur leiksins voru 90-105 Lakers í vil. Vince Carter var stigahæstur í liði Nets með 27 stig. Kobe Bryant hafði óvenju hægt um sig og skoraði aðeins 6 stig fyrir Lakers en Derek Fisher var stigahæstur með 28 stig. 

LeBron James var aðeins frákasti frá því að landa þrennu í sigri Cleveland á Boston Celtics en lokatölur voru 114-113 Cavaliers í vil í spennuleik. James gerði 33 stig í leiknum, gaf 12 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Hjá Celtics var Ray Allen með 24 stig en Kevin Garnett er enn fjarri góðu gamni sökum meiðsla. 

Önnur úrslit næturinnar: 

76ers 101-96 Wizards

Pacers 89-116 Spurs

Grizzlies 97-102 Bucks

 

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -