spot_img
HomeFréttirNBA: Garnett og Yao valdir bestir

NBA: Garnett og Yao valdir bestir

16:56

{mosimage}
(Yao Ming í baráttunni við Dwight Howard hjá Orlando)

Kevin Garnett, framherji Boston Celtics og Yao Ming miðherji Houston Rockets voru valdir bestu leikmenn síðustu viku í NBA-deildinni í körfubolta en þetta kemur fram á Vísir.is.

Garnett var með 22,7 stig, 15,3 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í þremur sigurleikjum Boston sem hefur unnið fyrstu fimm leiki tímabilsins.

Yao Ming var með 27,8 stig, 10,5 fráköst og 2,8 varin skot að meðaltali í fjórum leikjum Houston sem vann þrjá þeirra. Yao Ming er annar leikmaður Houston í röð sem hlýtur þessi verðlaun en vikuna á undan var Tracy McGrady valinn.

Zydrunas Ilgauskas og LeBron James hjá Clevaland, Richard Hamilton og Rasheed Wallace hjá Detroit, Leandro Barbosa hjá Phoenix og Manu Ginobili hjá San Antonio fengu einnig hrós fyrir framgöngu sína í vikunni sem leið.

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -