10:42
{mosimage}
(Félagarnir Garnett og Pierce á góðri stund)
Fjöldi leikja fór fram í NBA deildinni í nótt. Topplið Boston Celtics lentu í mesta basli með Minnesota Timberwolves en Celtics höfðu þó sigur, 87-86 á heimavelli sínum í TD Banknorth Garden.
Kevin Garnett var í nótt í fyrsta sinn að mæta sínu gamla félagi Timberwolves síðan hann skipti yfir til Celtics og óhætt er að segja að hann hafi gert uppeldisféalgi sínu skráveifu. Minnesota áttu síðustu sókn leiksins en Garnett tókst að pota boltanum í burtu úr höndum Sebastian Telfair og þannig höfðu Celtics sigur. Garnett gerði 10 stig og tók 16 fráköst í leiknum en hann varð frá að víkja um stund þar sem hann tognaði á magavöðva en hann snéri aftur, harkaði af sér meiðslin og reyndist hetja leiksins. Kendrick Perkins reyndist stigahæstur í liði Celtics með 21 stig en Sebastian Telfair gerði 18 stig fyrir Timburúlfana.
Önnur úrslit næturinnar:
Raptors 106-75 Bucks
Wizards 104-93 Grizzlies
Cavaliers 108-110 Suns
Pistons 101-93 Magic
Knicks 89-81 76ers
Hornets 111-92 Clippers
Bulls 77-90 Bobcats
Mavericks 112-105 Lakers
Nuggets 100-85 Nets
Jazz 127-113 Kings
Trailblazers 79-89 Rockets
Supersonics 90-99 Hawks (Supersonics hafa tapað 13 leikjum í röð)



