19:15
{mosimage}
Devin Harris gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir New Jersey í nótt. Hann hefur ekkert leikið með félaginu síðan hann kom til þess í Jason Kidd skiptunum vegna meiðsla. Harris meiddist á ökkla 27. janúar s.l. og hefur verið frá síðan. Hann æfði með liði sínu í gær í fyrsta skipti. Frá þessu er greint á vef Sports Illustrated.
,,Fyrir utan það að hlaupa upp og niður völlinn, get ég gert nánast hvað sem er,” sagði Harris og bætti við. ,,Þolið er ekki alveg komið þar sem ég hef ekki spilað í mánuð. Ég verð að fá þolið aftur.”
Ákvörðun verður tekin rétt fyrir leik hvort hann spili í kvöld en ef honum líður vel í ökklanum mun hann koma inn í leikinn af varamannabekknum.
Mynd: AP



