spot_img
HomeFréttirNBA: Fyrsti leikurinn gegn Kobe?

NBA: Fyrsti leikurinn gegn Kobe?

14:57

{mosimage}
(Shaq á æfingu með Phoenix)

Svo gæti farið að Shaquille O´Neal leiki sinn fyrsta leik fyrir Phoenix Suns annað kvöld en þá mæta þeir gamla liðinu hans L.A. Lakers. Shaq hefur verið að ná sér af meiðslum síðan hann kom til félagsins í skiptum fyrir Marcus Banks og Shawn Marion.

,,Hann hefur verið að æfa vel,” sagði Vinny Del Negro aðstoðar, framkvæmdastjóri Phoenix, og hélt áfram. ,,Hann er einbeittur og ef honum líður vel er ekki spurning að hann verði tilbúinn andlega að spila á miðvikudag.” Phoenix mætir gamla liði Shaq L.A. Lakers á miðvikudagskvöld.

Hann lék í átta ár með Lakers og vann með þeim þrjá titla.

Emil Örn Sigurðarson

Fréttir
- Auglýsing -