spot_img
HomeFréttirNBA: Flautukarfa Burke jarðaði Melo og 46 stig hans

NBA: Flautukarfa Burke jarðaði Melo og 46 stig hans

Madison Square Garder í New York borg er Mekka eða vagga körfuboltans – hvað sem þú vilt kalla það.  Þangað hafa stórstjörnur eins og Michael Jordan, Kobe Bryant, LeBron James og margir fleiri komið og átt marga hverja sína bestu leiki. Það er eitthvað í loftinu inni í þessari höll sem fær menn (sem ekki klæðast Knicks búningi) til að gera eitthvað ótrúlegt. Alec Burke hjá Utah Jazz hafði átt þokkalegan leik þegar kom að lokasekúndum leiksins í stöðunni 100-100, en þá fékk hann boltann og fleygði upp vonarglætu sem endaði ofan í körfunni og vann leikinn fyrir Jazz. Carmelo Anthony skoraði 46 stig en það dugði ekki til.
 
Cleveland rétt hafði sigur í Boston þar sem Rajon Rondo klúðraði síðustu sókninni fyrir Celtics. Detroit sigraði OKC í Oklahoma í framlengdum leik.
 
Miami Heat 103
Atlanta Hawks 114
 
Philadelphia 76ers 87
Houston Rockets 88
 
San Antonio Spurs 93
LA Lakers 80
 
Utah Jazz102
New York Knicks 100
 
Milwaukee Bucks 85
Orlando Magic 101
 
Cleveland Cavaliers 122
Boston Celtics 121
 
Denver Nuggets 108
Indiana Pacers 87
 
Minnesota Timberwolves 91
New Orleans Pelicans 139
 
Detroit Pistons 96
Oklahoma City Thunder 89 Framlenging
 
Charlotte Hornets 103
Phoenix Suns 95
 
 
Fréttir
- Auglýsing -