spot_img
HomeFréttirNBA: Fjórir koma til greina

NBA: Fjórir koma til greina

11:00

{mosimage}
(Terry Porter og Chauncey Billups)

Það eru fjögur nöfn á blaði hjá Steve Kerr, framkvæmdastjóra Phoenix Suns. Í stað þess að flýta sér eru Kerr og félagar að vanda til verka og eru ekkert að flýta sér að ráða nýjan þjálfara en félagið hefur rætt við nokkra þjálfara undanfarnar vikur til að leysa Mike D´Antoni af hólmi.

,,Við erum að nálgast,” sagði Kerr. ,,Við erum hættir að taka menn í viðtöl. Það gætu verið nokkur samtöl í síma en við erum að nálgast okkar mann.”

Talið er að Terry Porter fyrrverandi leikmaður Portland og núverandi aðstoðarþjálfari Detroit sé líklegastur til að hreppa starfið.

Hinir þrír starfa allir sem aðstoðarþjálfarar en það eru Mike Budenholzer hjá San Antonio, Tyrone Corbin hjá Utah og Elston Turner hjá Houston.

Kerr sagði að nafn Flip Saunders hafi borið á góma en ferlið væri komið það langt að þegar hann losnaði hafi það verðið of seint.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -