spot_img
HomeFréttirNBA: Fjórði sigurleikur Boston í röð

NBA: Fjórði sigurleikur Boston í röð

11:22
{mosimage}

(Paul Pierce fór á kostum í liði Boston í nótt) 

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Boston Celtics unnu sinn fjórða sigur í röð. Boston lagði Seattle Supersonics 96-104 í Key Arena í Seattle þar sem Paul Pierce fór á kostum og sallaði niður 37 stigum og þar af voru 5 þriggja stiga körfur í 7 tilraunum. 

Pierce tók auk þess 6 fráköst í leiknum og gaf 4 stoðsendingar en næstur honum í liði Boston var Kevin Garnett með 23 stig og 14 fráköst. Nýliðinn Kevin Durant var stigahæstur á Supersonics með 25 stig og 5 fráköst. Nú hafa Celtics unnið 24 leiki á tímabilinu en það er jafn mikið og í fyrra.  

Þá áttu Phoenix Suns ekki í miklum vandræðum með LA Clippers í nótt og skelltu gestgjöfum sínum í Staples Center 88-108. Amaré Stoudemire var allt í öllu í liði Suns með 30 stig og 15 fráköst. Corey Maggette gerði 21 stig fyrir Clippers.  

LeBron James og félagar í Cleveland gerðu sér lítið fyrir og lögðu Dallas Mavericks 81-88 í American Airlines Arena. James var með 24 stig í leiknum, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Mavericks var Dirk Nowitzki með 20 fráköst og 19 stig og þá gerði Josh Howard einnig 19 stig í leiknum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -