spot_img
HomeFréttirNBA: Fjöldi leikja í nótt

NBA: Fjöldi leikja í nótt

17:28
{mosimage}

(Getur Durant orðið sá leiðtogi sem nýja liðið OKC þarf á að halda?)

NBA deildin í Bandaríkjunum hófst síðustu nótt þar sem meistarar Boston Celtics höfðu sigur á Cleveland Cavaliers í fyrsta leik. Fjöldi leikja er á dagskrá í nótt eða 12 stykki talsins og því í mörg horn að líta.

Nýja liðið Oklahoma City Thunder þreytir frumraun sína í deildinni í nótt en þetta er flutt lið Seattle þar sem Kevin Durant er í broddi fylkingar. Heimavöllurinn heitir Ford Center og þrátt fyrir að um nýtt lið sé að ræða eru hér nánast sömu leikmennirnir og tóku þátt í því á síðustu leiktíð að gefa Seattleborg sína verstu leiktíð í sögu félagsins. Miklar væntingar eru bundnar við Kevin Durant sem fyrr en hann var valinn nýliði ársins í fyrra. Það verða Milwaukee Bucks sem mæta OKC í fyrsta leik liðsins í nótt og fróðlegt verður að sjá hvort að OKC rétti við úr kútnum þar sem Seattle sprakk í fyrra.

Leikir næturinnar:

Philadelphia 76ers-Toronto Raptors
Orlando Magic-Atlanta Hawks
Washinton Wizards-New Jersey Nets
New York Knicks-Miami Heat
Detroit Pistons-Indiana Pacers
Minnesota Timberwolves-Sacramento Kings
San Antonio Spurs-Phoenix Suns
Houston Rockets-Memphis Grizzlies
Utah Jazz-Denver Nuggets
Golden State Warriors-New Orleans Hornets
LA Clippers-LA Lakers

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -