spot_img
HomeFréttirNBA: Fínt að komast á beinu brautina í New York

NBA: Fínt að komast á beinu brautina í New York

11:00

{mosimage}
(Mike Miller að fagna einni körfu sinni í nótt)

Tíu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt. LeBron James varð stigahæsti leikmaður Cleveland frá upphafi þegar hann bætti met Brads Doughertys. Houston komst á sigurbraut á ný og Seattle hefur tapað 10 leikjum í röð. Það þykir gott að spila í New York þ.e.a.s. ef þú ert gestaliðið en Memphis menn enduðu 18 leikja útivallataphrynu í gærkvöldi þegar þeir unnu loksins útileik. New York varð fórnarlambið en það þykir kannski ekki mikið afrek að leggja New York að velli þessa dagana en sigur vannst 106-120. Mike Miller var stigahæstur Memphis manna með 34 stig og Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir heimamenn.

Önnur úrslit:
Orlando-Philadelphia 113-95
Indiana-Minnesota 124-113
New Jersey-Denver 114-125
Miami-Washington 86-103
Cleveland-Toronto 90-83
San Antonio-Sacramento 102-89
Portland-Clippers 107-102
L.A. Lakers-Seattle 130-105
Golden State-Houston 106-109

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -