spot_img
HomeFréttirNBA: Fékk $500.000 sekt

NBA: Fékk $500.000 sekt

13:15

{mosimage}
(Er búinn að fá stóra sekt)

Lakers eru búnir að sekta Vladimir Radmanovic um $500.000(33 milljónir ÍSK) vegna brots á samning. Radmanovic fór á snjóbretti um Stjörnuhelgina og slasaði sig og verður frá næstu 6-8 vikurnar vegna þess.

Þegar Radmanovic kom til æfinga hjá Lakers eftir Stjörnuhelgina sagðist hann hafa runnið til í hálku en forráðamenn félagsins trúðu honum ekki. Á endanum tjáði hann félaginu hvað hefði raunverulega gerst. Forráðamenn Lakers voru eðlilega ekkert voðalega ánægðir og þessi sekt endurspeglar það.

Mitch Kupchak, framkvæmdarstjóri Lakers, sagði að þeir höfðu rætt til hvaða aðgerða ætti að grípa og eftir samtöl við þjálfara, eigendur og stjórnendur var talið að þessi sekt væri sanngjörn og við hæfi. Þetta er ein hæsta sekt sem leikmaður hefur fengið í NBA-deildinni en félagið hefði getað rift samningi hans sem er til 5 ára ára og hljóðar uppá tæpar $30 milljónir.

NBA: Radmanovic sagði sannleikann

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -