spot_img
HomeFréttirNBA: Erfið ákvörðun

NBA: Erfið ákvörðun

06:00

{mosimage}
(Koufas lék með Ohio State síðastliðinn vetur)

Utah Jazz hefur sagt gríska landsliðsmanninum Kostas Koufas að hann geti ekki verið með landsliði sínu í undankeppninni fyrir Ólympíuleikana sem fer fram í Aþenu í júlí. Koufas verður nefnilega frá 18. júlí til 25. júlí að keppa með Utah á æfingamóti.

Utah valdi Koufas nr. 23. í fyrstu umferð en Koufas er bæði með bandarískt og grískt vegabréf. Hann er alinn upp í Bandaríkjunum en hefur leikið með yngri landsliðum Grikklands og var nýlega valinn í A-landsliðshóp Grikkja.

Koufas sem er 19 ára getur ekki tekið þátt í verkefnum með gríska landsliðinu þar sem hann verðu á fullu með félagsliði sínu. En hann sagði að hann væri tilbúinn að gera hvað sem er til að tryggja sér sæti í Utah-liðinu og sagði það vera hans helsta takmark. Þarf hann því að fórna Ólympíuleikunum til þess að ná því.

[email protected]

Mynd: NY Daily News

Fréttir
- Auglýsing -