spot_img
HomeFréttirNBA: Elton Brand fær sig lausan frá Clippers

NBA: Elton Brand fær sig lausan frá Clippers

18:00

{mosimage}

Hinn meiðslahrjáði Elton Brand hefur nýtt sér ákvæði í samningi sínum og fengið sig lausan frá liði sínu L.A. Clippers. Brand átti að fá 16.4 milljónir dollara fyrir næsta tímabil ef hann hefði verið áfram.

Þrátt fyrir að hafa fengið sig lausan vill hann vera áfram hjá Clippers en vill samt sjá félagið leggja meira á sig til þess að gera liðið betra. ,,Þetta þýðir ekki að ég er að fara frá Clippers. Við erum að reyna vinna úr þessu. Mín áætlun er að vera áfram,” sagði Elton Brand en félagi hans hjá Clippers Corey Maggette hefur einnig fengið sig lausan.

Brand vill sjá hvað félagið ætlar að gera til þess að styrkja sig áður en hann gerir nýjan samning. Hann vill t.d. að félagið fái ráði einn sterkan leikmann til viðbótar.

Eigandi Clippers er ekki þekktur fyrir að punga út stórum upphæðum til þess að styrkja liðið og þó það hafi verið með slökustu í NBA til margra ára þá er Clippers meðal þeirra efstu sem hagnast hvað mest.

Miami Heat eru meðal þeirra liða sem eru að ræða við Brand.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -