spot_img
HomeFréttirNBA: Ellefti ósigur Miami í röð

NBA: Ellefti ósigur Miami í röð

10:08
{mosimage}

 

(Dwyane Wade sækir að körfu Bulls. Miami eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir)

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Chicago Bulls rassskelltu Miami Heat 96-126 í American Airlines Arena í Miami. Ósigur Miami í nótt var ellefti ósigur liðsins í röð í deildinni. Bulls sitja engu að síður á botni miðriðils Austurstrandar með 15 sigra og 22 tapleiki en Miami hefur aðeins unnið 8 leiki í vetur og tapað 29 og eru með næstversta hlutfallið í deildinni á eftir Minnesota Timberwolves sem hafa aðeins unnið 5 leiki en tapað 32. 

Ben Gordon var stigahæstur hjá Bulls í nótt með 24 stig en félagarnir Dwyane Wade og Shaquille O´Neal gerðu sin hvor 24 stigin fyrir Heat. O´Neal var einnig með 10 fráköst.  

Þá var einnig mikið skorað í viðureign Indiana Pacers og Golden State Warriors í nótt. Lokatölur leiksins voru 125-117 Pacers í vil þar sem Danny Granger gerði 29 stig og tók 9 fráköst í liði Pacers. Hjá Warriors var Baron Davis allt í öllu með 24 stig, 7 stoðsendingar, 7 stolna bolta og 6 stoðsendingar. 

Önnur úrslit næturinnar: 

Raptors 116-91 Kings
Bobcats 99-93 Magic
Celtics 100-90 Trailbalzers
Nets 105-111 Knicks
Bucks 87-80 Hawks
Hornets 123-92 Supersonics

Mynd: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -