spot_img
HomeFréttirNBA: Eldur logaði í Seattle

NBA: Eldur logaði í Seattle

14:11

{mosimage}
(Slökkviliðsmaður að athafna sig í gærkvöldi)

Leik Golden State og Seattle seinkaði um 15 mínútur í gær vegna þess að kviknaði í einum ljóskastara í stigatöflunni í Kay Arena heimavelli Seattle. Slökkviliðsmenn náðu að slökkva eldinn áður en hann olli miklu tjóni.

Stigataflan sem hékk í loftinu fyrir miðju vallarins var lyft niður svo að slökkviliðsmennirnir gætu athafnað sig.

,,Þetta var frekar fyndið. Ég hefl aldrei séð kvikna í neitt þessu líkt,” sagði Andris Biedrins hjá Golden State.

Seattle tapaði fyrir eldheitum leikmönnum Golden State sem eru búnir að vinna sex leiki í röð.

[email protected]
Myndir: AP

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -