spot_img
HomeFréttirNBA: Einvígið færist til Hollywood: Hvað þarf að breytast hjá Lakers

NBA: Einvígið færist til Hollywood: Hvað þarf að breytast hjá Lakers

20:53

{mosimage}
(Þeir félagar Jordan Farmar og Luke Walton þurfa að sýna sig í kvöld)

Þriðji leikur Boston Celtics og L.A. Lakers í einvígi liðanna um NBA-titilinn fer fram í kvöld kl. 01:00. Boston er með tveggja leikja forystu eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli sínum TD Banknorth Garden. Nú færist einvígið til Los Angeles og verða næstu þrír leikir háðir í Staples Center, heimavelli L.A. Lakers.

Það er margt sem þarf að ganga upp fyrir heimamenn ef þeir ætla að ná sigri. Í fyrsta lagi þarf varnarleikur liðsins að vera öflugri og þá sérstaklega þurfa þeir að loka miðjunn betur ásamt því að standa sig betur í fráköstunum.

Varamenn Lakers þurfa að leggja meira af mörkum og þá sérstaklega varnarmegin.

Kobe Bryant aðalmaðurinn í Lakers þarf að skora fleiri auðveld stig en flest þeirra 30 sem hann skoraði í síðasta leik skoraði hann af miklu harðfylgi en það krefst mikillar orku að hafa svona mikið fyrir hlutunum.

Svo þarf liðið að komast meira á línuna og taka fleiri vítaskot. Þeir þurfa að sækja meira að körfunni í stað þess að sætta sig við slök skot utan að velli.

Leikurinn hefst kl. 01:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -