spot_img
HomeFréttirNBA: Eftirsóttur þjálfari

NBA: Eftirsóttur þjálfari

20:55

{mosimage}
(Mike D´Antoni færir sig líklega um setur og þjálfar annars staðar næsta vetur)

Það er nánast öruggt að Mike D´Antoni þjálfari Phoenix muni ekki stjórna liðinu á næstu leiktíð. Þjálfarinn snjalli hefur verið orðaður við Chicago og New York reglulega í amerísku pressunni og er talið að hann hafi hitt John Paxon framkvæmdastjóra Chicago og bæði lið hafi boðið honum samning.


Mark Jackson hefur verið talinn líklegastur til að taka við New York að undanförnu en Donnie Walsh framkvæmdastjóri New York flaut til Phoenix og hitti Mike D´Antoni og svo hitti hann Avery Johnson sem var sagt upp störfum hjá Dallas fyrir stuttu en það kæmi ekki á óvart ef einhver þjálfari færi í nýtt starf á næstunni.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -