spot_img
HomeFréttirNBA: Dýr bónus

NBA: Dýr bónus

12:00

{mosimage}
(Marcus Camby að troða yfir Yi Jianlian fyrr í vetur)

Marcus Camby, miðherji Denver, fékk bónus frá félagi sínu í vikunni en bónusinn fékk hann fyrir að ná 65 leikjum á tímabilinu. Þetta er fyrsti bónus hans á tímabilinu en hann getur unnið sér inn fleiri bónusa í vetur með góðri frammistöðu.

Bónus Camby var 2 milljónir dollara en Camby fékk 1,25 milljónir dollara í bónus í fyrra.

Þar sem að launagreiðslur Denver eru í hærri kantinum þarf félagið að greiða lúxússkatt eða dollar fyrir dollar gjald af þessum tveimur milljónum Cambys. Þýðir það að heildarkostnaður Denver verður 4 milljónir dollara.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -