spot_img
HomeFréttirNBA: Dwight Howard og Chris Paul leikmenn mánaðarins

NBA: Dwight Howard og Chris Paul leikmenn mánaðarins

14:05

{mosimage}
(Stóri strákurinn hefur farið á kostum í vetur)

NBA-deildin hefur útnefnt leikmenn mánaðarins fyrir desember mánuð. Dwight Howard, miðherji Orlando, er leikmaður austurdeildarinnar og Chris Pauk, leikstjórnandi New Orleans, er leikmaður vesturdeildarinnar.

Howard er útnefndur leikmaður mánaðarins annan mánuðinn í röð. Dwigth Howard spilaði vel í desember en þegar hann skoraði 21.7 stig, tók 16.1 fráköst(hæstur í deildinni) og varði 2.9 skot að meðaltali í leik. Hann nýtti 59.8% skota sinna. Hann var með 14 tvennur í mánuðinum í þeim 15 leikjum sem Orlando lék. Gengi liðsins var þó ekki eins gott þar sem þeir unnu aðeins átta þeirra.

Chris Paul var með 24.5 stig, 10.4 stoðsendingar og 3 stolna bolta að meðaltali en New Orleans lék 14 leiki á mánuðinum og vann níu þeirra. Meðaltalstölur Paul í vetur eru 21.5 stig, 10.2 stoðsendingar og 3.0 stolna bolta að meðaltali og hann á möguleika á að vera fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem verður með a.m.k. 20 stig, 10 stoðsendingar og 3 stolna bolta að meðaltali yfir heilt tímabil.

Aðrir sem komu til greina voru:
Joe Johnson – Atlanta
Paul Pierce- Boston
Gerald Wallace – Charlotte
Allen Iverson – Denver
Richard Hamilton – Detroit
Yao Ming – Houston
Andre Miller – Philadelphia
Brandon Roy – Portland
Chris Bosh – Toronto

Fyrri verðlaun:
Nóvember

[email protected]

Mynd: Dwighthoward.com

Fréttir
- Auglýsing -