spot_img
HomeFréttirNBA: Duhon stefnir á New York

NBA: Duhon stefnir á New York

18:00

{mosimage}
(Chris Duhon vill vera byrjunarliðsmaður)

Leikstjórnandinn Chris Duhon hjá Chicago hefur gert samning við New York um að leika með liðinu. Verðmæti samningsins er talið vera um 12 milljónir dollara.

,,Ég er bara spenntur. Ég er tilbúinn að fara vinna fyrir Knicks,” sagði Duhon. Þetta er stórt svið, að spila í New York. Þetta er eitthvað sem allir leikmenn í NBA vilja.”

Hjá New York fær Duhon tækifæri til að vera byrjunarliðsmaður en hann var einnig í viðræðum við Orlando en þeir gerðu honum aldrei tilboð.

Duhon er 26 ára og hefur leikið allan sinn feril með Chicago eða síðustu fjögur ár. Þar var hann með 6.9 stig og 4.5 stoðsendingar að meðaltali en á síðastu leiktíð skoraði hann 5.8 stig og gaf 4 stoðsendingar í leik.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -