spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaNBA draumur Jóns Axels ekki úti - Ræðir við Golden State Warriors...

NBA draumur Jóns Axels ekki úti – Ræðir við Golden State Warriors í næstu viku

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson er í viðtali í síðasta tölublaði Víkurfrétta, en hann kláraði skóla sinn sem hann hafði leikið með síðustu ár í Davidson Wildcats í bandaríska háskólaboltanum nú í vor.

Í viðtalinu fer Jón Axel yfir stöðuna hjá sér í dag. Nú í sumar samdi hann við Fraport Skyliners í efstu deild í Þýskalandi, en keppni í henni hefst nú seinna í mánuðinum.

Einnig fer hann yfir hvað framtíðin beri í skauti sér. Þar sem hann er spurður út í NBA drauminn. Jón Axel hafði ráðgert að vera með í nýliðavali deildarinnar, sem upphaflega átti að fara fram í sumar, en hefur nú verið frestað þangað til í vetur.

Jón Axel í búningi Skyliners

Segir Jón að draumurinn um að komast að hjá NBA liði sé ekki úti og að hann sé að ræða við einhver lið. Nefnir hann sérstaklega að hann muni ræða við Golden State Waarriors í næstu viku. Segir hann að verið sé að reyna að komast að hjá liði með því skilyrði að ef lið velji hann í nýliðavalinu, tryggi sér þar með réttinn á honum og hann leiki fram að næsta tímabili í Evrópu, þar sem mikil óvissa sé um hvenær næsta NBA tímabil fari af stað.

Viðtalið við Jón er í heild hægt að lesa hér, en fyrir utan NBA drauminn ræðir hann sumarið á Íslandi, golfæfingar í Þýskalandi og bróðir sinn Ingva Þór sem leikur á næsta tímabili með Dresden Titans í ProB deildinni í Þýskalandi.

Fréttir
- Auglýsing -