spot_img
HomeFréttirNBA: Don Nelson verður hjá Golden State næsta tímabil

NBA: Don Nelson verður hjá Golden State næsta tímabil

11:15

{mosimage}
(Don Nelson þegar hann vann sinn 1.200 leik sem þjálfari í NBA)

Golden State hefur framlengt samning Don Nelsons um eitt ár en félagið átti rétt á því samkvæmt samningsákvæði. Nelson sem er orðinn 67 mun því stýra félaginu næsta vetur. Nelson er með næst flesta sigurleiki í NBA frá upphafi eða 1.271. Lenny Wilkens stjórnaði liðum sínum til sigurs 1.332 sinnum.

Forseti Golden State Robert Rowell sagði í tilkynningu frá félaginu að hann væri mjög ánægður að njóta starfskrafta Nelsons eitt ár í viðbót. Hann hafi staðið sig vel við að búa til sigursælt lið og að félagið ætti möguleika að gera aðra atlögu í úrslitakeppninni.

Frægt er þegar Golden State lagði Dallas Mavericks að velli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrra.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -