03:00
{mosimage}
(Rip Hamilton og Ben Gordon áttu ágætan leik í nótt)
Detroit vann Chicago 85-95 í 6. leik liðanna í nótt. Þar með er Detroit komið áfram og mun mæta annað hvort New Jersey eða Cleveland í úrslitum Austurstrandarinnar. Richard Hamilton var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig og Chauncey Billups skoraði 21 þar af 17 í seinni hálfleik. Hjá Chicago var P.J. Brown stigahæstur með 20 stig en þau komu öll í fyrri hálfleik. Næstur honum kom Ben Gordon með 19 stig.
Detroit hóf leikinn betur og höfðu frumkvæðið. Chicago komst yfir 23-22 þegar Ben Gordon kláraði hraðaupphlaup með troðslu. Gestirnri enduðu sterkt og skoruðu 6 síðustu stig leikhlutans og höfðu 23-28 yfir eftir 1. leikhluta.
Gestirnir hófu 2. leikhluta betur en heimamenn og náði fljótlega 7 stiga forystu. Chicago gafst þó ekki upp og jöfnuðu leikinn 35-35 og leiddu 48-43 í hálfleik.
Detroit náði forskotinu á ný fljótlega og eftir það létu þeir það ekki af hendi. Þeir höfðu þetta um 7-8 stiga forystu út hálfleikinn og síðustu mínútur leiksins fóru mikið fram á vítalínunni. Detroit vann verðskuldaðan sigur fyrir framan troðfulla United Center þar sem yfir 22.000 létu vel í sér heyra.
P.J. Brown jafnaði stigamet sitt í úrslitakeppninni. Hann hafði áður skorað mest 20 stig og það gerði hann einníg í nótt og komu öll stigin í fyrri hálfleik.
Mynd: AP



