spot_img
HomeFréttirNBA: Detroit og New Orleans tóku forystuna

NBA: Detroit og New Orleans tóku forystuna

10:05

{mosimage}
(Hinn frábæri Chris Paul var með 17 stig nótt. Hér reynir hann öðruvísi skot)

Tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt en þá hófust tvö einvígi í 2. umferð úrslitakeppninnar. Detroit tók á móti Orland og hafði betur og í vestrinu heimsóttu meistarar San Antonio New Orleans.

Lokatölur í leik San Antonio og New Orleans voru 101-82 heimamönnum í vil. Þó að sigur New Orleans hafi verið stór þá voru þeir um tíma 11 stigum undir í fyrri hálfleik. En frábær kafli í þriðja leikhluta kom þeim yfir og þeir héldu út og unnu góðan sigur. David West setti persónulegt met í úrslitakeppninni þegar hann skoraði 30 stig, Peja Stojakovic setti 22 og Chris Paul var með 17 stig og 13 stoðsendingar. Hjá San Antonio skoraði Tony Parker 23 stig, Manu Ginobili var með 19 og Bruce Bowen 17 stig. Tim Duncan skoraði 5 stig og hitti úr aðeins einu af 9 skotum sínum.
Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir New Orleans og fer næsti leikur fram á þeirra heimavelli.

Detroit tók forystuna í einvíginu gegn Orlando með stæl. Heimamenn voru sterkari í vörn og sókn og tóku Orlando menn úr jafnvægi. Stjörnuleikmaður Orlando Dwight Howard skoraði aðeins 12 stig og tók 8 fráköst en tröllið Howard var fyrsti maðurinn í 36 ár til að skora yfir 20 stig og taka 20 fráköst í þremur leikjum í röð í úrslitakeppninni. Wilt Chamberlain gerði það síðast árið 1972. Í hálfleik munaði einu stigi 43-42 en seinni hálfleikur var eign heimamanna og unnu þeir með 19 stigum.
Stigahæstur hjá Detroit var Chauncey Billups með 19 stig Richard Hamilton setti 17. Hjá Orlando voru Rashard Lewis og Hedo Turkoglu með 18 hvor.
Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Detroit og fer næsti leikur fram á þeirra heimavelli.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -