12:58
{mosimage}
(Detroit vann á heimavelli)
Þrír leikir voru á dagskrá í úrslitakeppninni í NBA. Boston og Lakers unnu sína leiki og komust í 2-0 á meðan Detroit jafnaði einvígi sitt við Philadelphia eftir að hafa tapað fyrsta leiknum.
Sigur Boston á Átlanta var öruggur en þeir voru yfir mest allan tímann og höfðu að lokum 19 stiga sigur 96-77. Í hálfleik munaði 10 stigum 52-42 en Boston vann alla leikhlutana. Hjá Boston var varnarmaður ársins Kevin Garnett stigahæstur og með tvennu, 19 stig og 10 fráköst. Næstur honum kom Ray Allen með 15 stig en alls skoruðu 5 leikmenn 10 stig eða meira og næstu tveir skoruðu 9 og 8 stig. Hjá Atlanta dreifðist stigaskorið einnig og voru þeir Marvin Williams og Josh Smith með 13 stig hvor. Næstu tveir leikir verða í Atlanta.
Detroit jafnaði einvígið við Philadelphia með stórsigri 105-88 en leikurinn var í beinni útsendingu á NBAtv. Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og var Philadelphia aðeins einu sinni yfir í leiknum og það var í fyrsa leikhluta. Detroit sem tapaði fysrta leiknum á heimavelli ætlaði ekki að fara til Philadelpiu með tvo tapleiki á bakinu. Stigahæstur Detroit manna var Richard Hamilton með 20 stig og hjá Philadelpia skoraði Louis Williams 17 stig. Næstu tveir leikir verða í Philadelphia.
Kobe Bryant fór á kostum í 15 stiga sigri Lakers á Denver 122-107. Hann skoraði 49 stig og gaf 10 stoðsendingar. Kobe slökkti í öllum vonum Denver manna að jafna einvígið en hann skoraði 18 stig á fjögurra mínútna kafla í fjórða leikhluta þegar jafnræði var með liðunum. Denver minnkaði muninn í 5 stig í fjórða leikhlutanum en þá hitnaði Kobe og kláraði leikinn. Stigahæstur hjá Denver var Allen Iverson með 31 stig en næstu tveir leikir verða í Denver.
Mynd: AP



