09:05
{mosimage}
(Enn einn sigurinn)
Detroit vann Orlando í nótt 91-86 og einvígið 4-1 og eru því komnir áfram í úrslit austurdeildarinnar. Mæta þeir annað hvort Boston eða Cleveland en staðan í einvígi þeirra er 2-2 og fimmti leikurinn fer fram í kvöld á heimavelli Boston.
Richard Hamilton var stigahæstur Detroit manna með 31 stig en hann setti vítaskot undir lok leiksins til að innsigla sigurinn. Antonio McDeyss setti 17 fyrir Detroit.
Hjá Orlando var Hedo Turkoglu með 18 stig og þrír leikmenn settu 14, Jameer Nelson, Dwight Howard og Rashard Lewis.
David West fór á kostum
Það var meistarabragur á New Orleans þegar þeir unnu stórsigur á San Antonio 101-79 í beinni útsendingu á NBAtv í nótt. David West fór á kostum og setti persónulegt met í úrslitakeppninni þegar hann skorað 38 stig og leiddi sitt lið til sigurs. Chris Paul var með 22 stig og 14 stoðsendingar.
Hjá San Antonio skoraði Manu Ginobili 20 stig og Tony Parker bætti við 18.
Staðan í einvíginu er 3-2 fyrir New Orleans en næsti leikur verður á heimavelli San Antonio.
Mynd: AP