10:09
{mosimage}
(Iverson gerði 31 stig fyrir Denver í nótt)
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Denver Nuggets og Phoenix Suns mættust í annað sinn á tveimur dögum. Suns höfðu sigurinn í gær en Denver náðu að kvitta fyrir ósigurinn í nótt. Leikurinn fór fram í Pepsi Center í Denver þar sem Allen Iverson setti niður 31 stig fyrir heimamenn. Stigahæstur í liði gestanna frá Phoenix var Leandro Barbosa með 27 stig. Steve Nash var iðinn við að finna félaga sína í nótt en hann gerði 17 stig og gaf 18 stoðsendingar hjá Suns. Með sigrinum í nótt eru Denver komnir í 8. sæti Vesturstrandarinnar og eru því eins og stendur síðasta liðið á Vesturströndinni sem myndi ná inn í úrslitakeppnina.
Peja Stojakovic gerð sex stig á síðustu mínútu leiksins fyrir New Orleans Hornets sem höfðu nauman 97-98 útisigur á Orlando Magic. Þetta var tuttugasti og fjórði útisigur Hornets á leiktíðinni sem er nýtt félagsmet. Allt byrjunarlið Hornets gerði 10 stig eða meira í leiknum og þeirra stigahæstur voru Chris Paul og Morris Peterson báðir með 19 stig. Paul var auk þess með 12 stoðsendingar. Hjá Magic var Hedo Turkoglu með 26 stig, 7 stoðsendingar og 5 fráköst.
Önnur úrslit næturinnar:
Nets 99-108 76ers
Bucks 119-115 Knicks
Timberwolves 90-94 Pistons
Bulls 92-106 Celtics
Spurs 116-92 Warriors
Kings 99-98 Rockets
Nú er skammt eftir af deildarkeppninni í NBA og ef blásið yrði til úrslitakeppninnar í dag myndu eftirfarandi lið komast áfram á Austur- og Vesturströndinni.
Austurströndin:
Boston
Detroit
Orlando
Cleveland
Washington
Toronto
Philadelphia
Atlanta
Vesturströndin:
New Orleans
San Antonio
LA Lakers
Utah
Phoenix
Houston
Dallas
Denver



