spot_img
HomeFréttirNBA: Deng sagði nei við nokkra milljarða

NBA: Deng sagði nei við nokkra milljarða

20:36

{mosimage}
(Luol Deng)

Ben Gordon og Luol Deng leikmenn hafa neitað nýjum samningum sem Chicago bauð þeim í síðustu viku. Samningurinn sem Deng neitaði var til fimm ára og hefði gefið honum $57.5 milljónir dala á samningstímanum.

Báðir þessir leikmenn hafa verið orðaðir við skipti til Lakers í staðinn fyrir Kobe Bryant en hvort það hafi haft áhrif á ákvörðun þeirra er óvíst.

Chicago hefur ekki gengið vel í upphafi tímabils og tapað fyrstu þremur leikjum sínum. Liðið á í smá vandræðum og ljóst er að þessi óvissa staða með framtíð leikmanna eins og Luol Deng og Ben Gordon hefur ekki jákvæð áhrif á liðið.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -