spot_img
HomeFréttirNBA deildin í nótt - Jeremy Lin skýst uppá stjörnuhimininn

NBA deildin í nótt – Jeremy Lin skýst uppá stjörnuhimininn

Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt þar sem 12 leikir fóru fram.  Leikmaður kvöldsins og vafalaust vikunnar er Jeremy Lin sem hefur farið á kostum í liði New York í fjarveru stjörnuleikmanna liðsins, Carmelo Anthony og Amare Stoudimire.  Jeremy tók sig til og setti 38 stig og gaf 7 stoðsendingar í góðum sigri á Lakers í nótt.  Leikurinn í nótt var hans besti leikur í deildinni hingað til og setti hann persónulegt met í skoruðum stigum, flestum skottilraunum, flestum vítum og flestum þristum í leik.  Jeremy Lin er auðveldlega umtalaðasti leikmaður NBA deildarinnar þessa dagana og segja má að strákurinn hafi unnið fyrir því.  
 

Jeremy er að spila sitt annað tímabil í NBA og það fyrsta með New York.  Hann spilaði með Golden State í fyrra þar sem hann spilaði að meðaltali 9,8 mínútur í leik og tók aðeins þátt í 29 leikjum af 82.  Golden State bauð Jeremy samning eftir Vegas Summer League þar sem hann spilaði með Dallas Mavericks og segja má því að Jeremy hafi farið svipaða leið og Jón Arór Stefánsson inní NBA deildina.  

 

 

Að öðrum úrslitum má nefna sterkan útisigur Atlanta á Orlando í framlengingu en Atlanta hefur spilað framar björtustu vonum í vetur eftir að hafa mist lykilmann í meiðsli út tímabilið, Al Horford.  Josh Smith fór á kostum í leiknum og skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst, einu meira heldur en besti miðherji deildarinnar, Dwight Howard.  Atlanta eru eftir sigurinn í fjórða sæti í Austurdeildinni með 67% sigurhlutfall.  Orlando sitja í sjötta sæti með 59% sigurhlutfall.  

 

Úrslit næturinnar 

 

Boston 74 – 86 Toronto

Los Angeles Clippers 78 – 77 Philadelphia

Miami 106 – 89 Washington

Chicago 95 – 64 Charlotte 

Atlanta 89 – 87 Orlando 

New Jersey 92 – 109 Detroit

Milwaukee 113 – Cleveland

Los Angeles Lakers 85 – 92 New York

Indiana 92 – 98 Memphis 

Portland 94 – 86 New Orleans

Dallas 104 – 97 Minnesota

Oklahoma 101 – 87 Utah 

Fréttir
- Auglýsing -