spot_img
HomeFréttirNBA deildin frestar Stjörnuhelginni 2021

NBA deildin frestar Stjörnuhelginni 2021

NBA deildin hefur ákveðið að fresta Stjörnuhelginni sem fara átti fram í Bankers Life Fieldhouse í Indianapolis 12.-14. febrúar 2021. Samkvæmt heimildum Shams Charania á The Athletic mun borgin fá að halda hátíðina 2024.

Samkvæmt heimildum mun helginni hafa verið aflýst í Indianapolis vegna þess að deildin hafi ætlað sér að fresta hátíðinni, en borgin og Bankers Life Fieldhouse hafi ekki getað orðið við því, bæði vegna keppni í NCAA, sem og vegna annarra skuldbindinga.

Deildin fer af stað eftir miðjan desember, en það er óvenjulega sein byrjun fyrir hana. Munu því þeir tímarammar sem deildin vinnur með varðandi Stjörnuhelgi og úrslitakeppni vera í vinnslu, en samkvæmt fréttatilkynningu deildarinnar verður það tilkynnt síðar, hvar og hvenær Stjörnuhelgin 2021 fari fram.

Fréttir
- Auglýsing -