spot_img
HomeFréttirNBA-deildin ætlar sér stóra hluti í Evrópu

NBA-deildin ætlar sér stóra hluti í Evrópu

11:09

{mosimage}

Sarunas Marciulionis 

SAMKVÆMT heimildum Sports Illustrated í Bandaríkjunum mun David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, segja frá framtíðaráformum hennar á fréttamannafundi á laugardag í tengslum við stjörnuhelgi deildarinnar. Þar mun Stern segja frá því að NBA-deildin hafi sett sér það markmið að eftir áratug verði fimm lið í Evrópu hluti af NBAdeildinni og verða þá liðin í deildinni alls 35. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

 

Þessi fimm lið myndu síðan heimsækja Bandaríkin á  keppnistímabilinu og leika tæplega helming leikja sinna í annarri heimsálfu. Bandarísku liðin myndu leika einu sinni gegn evrópsku liðunum á útivelli á keppnistímabilinu í deildarkeppninni. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Stern leggur slíkar hugmyndir fram. Hann gerði það árið 2003 enfrá þeim tíma hefur NBA-deildin einbeitt sér að útrás í Kína og Asíu.  

Evrópa er klofin

Sarunas Marciulionis, fyrrum leikmaður NBA-liðsins Golden State Warriors og landsliðs  Litháens, sagði á ráðstefnu fyrir stjörnuleikinn árið 2006 að körfuknattleikur í Evrópu ætti undir högg að sækja. Marciulionis sagði á þeim tíma að helsta vandamálið í Evrópu væri að  körfuknattleikshreyfingin væri klofin. Tvær Evrópukeppnir væru í gangi á sama tíma hjá tveimur mismunandi samböndum og allir vildu ráða ferðinni.  

„Við þurfum að breyta innra starfi okkar. Það sem körfuknattleikur í Evrópu þarf er einn valdapýramídi en ekki tveir. Ég held að David Stern gæti aðstoðað okkur við að breyta hlutunum og menn mundu hlusta á það sem hann hefurað segja,“ sagði Marciulionis á þeim tíma.  

Þær borgir sem eru taldar líklegastar til þess að fá NBA-lið eru London, Berlín, Róm og Madríd.Ekki er vitað hvaða borg er sú fimmta í röðinni en þar eru borgir eins og Aþena, Moskva og Parísnefndar til sögunnar.  

Forráðamenn NBA-deildarinnar hafa m.a. horft til Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnunni en aðþeirra mati hefur vel tekist til með þá keppni. Gríðarlegt sjónvarpsáhorf er á meistaradeildina áheimsvísu og telja stjórnendur NBA-deildarinnar að slíkt gæti átt sér stað ef bestu  körfuknattleiksmenn heims færu að leika með NBA-liðum í Evrópu. 

Morgunblaðið 

Mynd: www.viewimages.com

 

Fréttir
- Auglýsing -