spot_img
HomeFréttirNBA deildin á eftir að sakna Manu Ginobili

NBA deildin á eftir að sakna Manu Ginobili

 

Leikmaður San Antonio Spurs, Argentínumaðurinn Manu Ginobili, lék að öllum líkindum sinn síðasta leik fyrir félagið í nótt. Eftir að hafa verið valinn með 57. valrétti félagsins í annarri umferð nýliðavals ársins 1999 hefur kappinn leikið í 992 skipti fyrir Spurs. Í tvígang var hann valinn til að leika í Stjörnuleiknum 2005 og 2011, var tvisvar í úrvalsliði deildarinnar 2008 og 2011, sem og var hann besti sjötti maður deildarinnar árið 2008. Þá varð hann meistari í fjögur skipti, 2003, 2005, 2007 og 2014.

 

Manu var einnig valinn einn af 50 bestu leikmönnum Evrópukeppninnar frá upphafi árið 2008, en áður en að hann kom í NBA deildina lék hann í Evrópu í fjögur ár með tveimur liðum á Ítalíu. Þá var hann í gulliði Argentínu á Ólympíleikunum í Aþenu árið 2004, silfurliði þeirra árið 2002 í heimsmeistarakeppninni í Indiana í Bandaríkjunum og bronsliði þeirra á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.

 

Manu er í dag 39 ára gamall, hefur því gert vel í að halda feril sínum gangandi á hæsta stigi. Líkt og leikmaður Golden State Warriors, Kevin Durant, undirstrikaði í nótt. Eftir að hafa gleypt fulla lúku af vítmínum fyrir leik, sagðist hann aðspurður einungis vera að reyna að framlengja ferlinum líkt og Manu.

 

Snubbóttur endir á frábærum feril fyrir Manu, þar sem að Spurs var sópað út úr úrslitum strandarinnar af gífurlega sterku liði Warriors. Stjörnuleikmður Spurs, Kawhi Leonard, ekkert verið með sínum mönnum frá fyrsta leik sökum meiðsla, en aðspurður svaraði Manu því að þessi barátta hans manna gegn Warriors án Kawhi, væri líkt og að berjast við leðurblökur. Flestir muna þá væntanlega enn eftir því þegar að fyrr á ferlinum, Manu reyndi einmitt að gera það, þegar að ein slík villtist inn í hús þeirra og stöðva þurfti leik.

 

 

 

 

 

 

 

Manu var skipt útaf í leik næturinnar undir lok leiks, þar sem hann fékk að sjálfsögðu standandi lófatak allra viðstaddra. Sat hann svo á bekknum þangað til að leik lauk, en eftir að hafa þakkað fyrir leikinn gekk hann að göngum til búningsherbergja, snéri sér við, kyssti á sér hnefann og setti hann í loftið líkt og hann væri að þakka fyrir sig.

 

 

Viðtal við Manu eftir leik:

Fréttir
- Auglýsing -