spot_img
HomeFréttirNBA: David Stern mun miðla málum hjá Larry Brown og New York

NBA: David Stern mun miðla málum hjá Larry Brown og New York

15:05

{mosimage}
(Brown ætlar að fá sínar $40 milljónir)

Í dag mun Larry Brown hitta fulltrúa New York Knicks, í fyrsta skipti síðan hann var rekinn fré félaginu í júní, hjá David Stern stjórnarformanni NBA-deildarinnar. Stern hefur tekið að sér að miðla málum en eitt af ákvæðum samnings Browns við New York var einmitt að Stern gæti orðið gerðardómsmaður.

James Dolan, eigandi New York Knicks, segist hafa haft ástæður til þess að reka Brown og þurfi því ekki að virða síðustu 4 ár samnings Browns við New York sem er andvirði tæplega $40 milljóna. Knicks segja að Brown hafi brotið samninginn sinn með því að reyna að gera skipti án vitneskju Isiah Thomas, forseta félagsins, gagnrýna leikmenn opinberlega og ekki hafa svarað símtölum frá Thomas.

Brown segir að Knicks skuldi sér $40 milljónir auk rúmlega $12 milljóna í lögfræðikostnað og skaðabætur.

James Dolan var ósáttur að Brown hafi neitað að gangast við þessum brotum á samning sínum síðast þegar hann hitti fulltrúa New York. Reyndar vildi félagið að Brown skrifaði undir plagg þar sem nákvæmlega kom fram hvað hann gerði af sér og að hann myndi ekki gera þau aftur.

Þetta mál er í miklum hnút en árangur New York var slakur í vetur og liðið var slakt. Samansafn af rándýrum stjörnum sem áttu erfitt með að spila saman. Það verður athyglisvert hvað kemur útúr þessum málum en James Dolan hefur eytt miklum peningum í New York en liðið borgar manna mest laun.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -