09:37
{mosimage}
(Þýska stálið var fyrirferðamikið í nótt)
Mikið fjör var í NBA deildinni í nótt þegar 12 leikir fóru fram. Dallas Mavericks átti þá ekki í miklu basli með Golden State Warriors. Lokatölur í viðureign liðanna voru 121-99 Dallas í vil en leikurinn fór fram í American Airlines Center í Dallas.
Nokkuð jafnt var með liðunum framan af en Dallas réði lögum og lofum í fjórða leikhluta og unnu heimamenn lokaleikhlutann 32-14. Sex leikmenn í liði Dallas gerðu 12 stig eða meira í leiknum og þeirra atkvæðamestur var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Stephen Jackson var stigahæstur hjá Warriors með 25 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar.
Önnur úrslit næturinnar:
Wizards 93-106 Pistons
Bobcats 97-109 Bulls
Magic 95-96 Nets
Cavaliers 98-94 Hawks
Pacers 72-90 Grizzlies
Celtics 97-93 Rockets
Knicks 97-107 Kings
Heat 98-103 Bucks
Timberwolves 79-90 Trail Blazers
Jazz 110-107 76ers
Clippers 81-95 Hornets
Mynd: AP



