spot_img
HomeFréttirNBA: Corey Maggette vinsælasti leikmaðurinn í dag

NBA: Corey Maggette vinsælasti leikmaðurinn í dag

14:30

{mosimage}
(Corey Maggette mun ekki eiga í vandræðum með að finna sér lið)

Mörg lið eru að ræða við Corey Maggetta en hann fékk sig lausan frá L.A. Clippers og hefur gefið það út að ferill hans hjá Clippers sé lokinn. Hann var stigahæstur í vetur hjá sínu liði með 22.1 stig og meðal þeirra sem eru að ræða við hann eru meistarar Boston.

Ásamt Boston eru Philadelphia, Golden Stae, Cleveland, San Antonio og Utah að reyna fá hann ásamt því að Clippers vilja einnig fá hann.

,,Ef þeir hefðu viljað gera eitthvað þá hefðu getað gert það í byrjun,” sagði Maggette um forráðamenn Clippers. ,,Þetta eru bara viðskipti. Mér var skipt á fyrsta ári mínu í deildinni í Orlando og ég lærði snemma hvernig viðskiptahliðin í körfubolta er. Þetta snýst um viðskipti og að taka viðskipta ákvarðanir. Þannig er viðskiptaferlið í körfuboltanum í dag. Það eru engin illindi eða sárindi af minni hálfu.”

Maggette hefur viðurkennt að hafa rætt við Doc Rivers, þjálfara Boston, og Sam Cassell fyrrverand liðsfélaga sinn hjá Clippers. ,,Boston eru góðir. Þar eru margir frábærir leikemnn. Þannig að það er frábært tækifæri. San Antonio er einnig áhugavert verkefni. Þannig að við sjáum hvað gerist. Ég hef ekki útilokað neitt þannig að allt á eftir að koma í ljós.”

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -