spot_img
HomeFréttirNBA: Colangelo býst ekki við annasamri viku

NBA: Colangelo býst ekki við annasamri viku

11:40

{mosimage}
(Bryan Colangelo)

Bryna Colangelo, framkvæmdarstjóri Toronto Raptors, býst við rólegri viku þó að fresturinn til leikmannaskipta rennur út á fimmtudag. Toronto hafa verið orðaður við leikmannaskipti í allan vetur. Toronto eru efstir í Atlantshafsriðlinum og í 4. sæti í austrinu.

Síðan að Colangelo kom til félagsins í sumar frá Phoenix hefur hann verið duglegur að fá inn nýja leikmenn og senda aðra í burtu. Hann hefur látið hafa eftir sér oft í vetur að hann muni ekki hugsa sig tvisvar um að gera leikmannaskipti ef hann telur það bæta liðið.

Þessa stundin er Toronto að spila skemmtilegan og góðan körfubolta og því er ólíklegt að þeir muni gera miklar breytingar. Colangelo sagði þó að þeir myndu fylgjast með leikmannamarkaðnum og vera duglegir að heyra í mönnum en það væri engin skipti yfirvofandi.

Þó er talið að Fred Jones vilji fara en hann hefur fengið fá tækifæri með liðinu en hann til félagsins frá Indiana fyrir tímabilið.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -