spot_img
HomeFréttirNBA: Clippers vann fjórða leikinn í röð

NBA: Clippers vann fjórða leikinn í röð

13:20

{mosimage}
(Danny Granger og Sam Cassell stigahæstu menn liða sinna)

L.A. Clippers lögðu Indiana að velli í nótt 89-104 og eru þeir nú búnir að vinna fjóra fyrstu leiki sína í deildinni. Indiana var þremur stigum yfir í hálfleik 58-55 en stórleikur drengjanna frá englaborginni í 3. leikhluta lagði gruninn að sigri en þeir unnu hann með 18 stigum, 32-14. Lokatölur 89-104. Stigahæstur hjá Clippers var Sam Cassell með 35 stig og Corey Maggette setti 18. Hjá Indiana var Danny Granger með 16 stig.

Önnur úrslit:
Philadelphia-Charlotte 94-63
Atlanta-Phoenix 105-96
Boston-Denver 119-93
San Antonio-Miami 88-78
Seattle-Memphis 98-105
Utah-Cleveland 103-101
Portland-New Orleans 93-90

Mynd: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -