spot_img
HomeFréttirNBA: Clippers bæta við sterkum leikmanni

NBA: Clippers bæta við sterkum leikmanni

19:51

{mosimage}

L.A. Clippers hafa fengið Ruben Patterson til liðs við liðið fyrir næsta tímabil. Patterson á að fylla það skarð sem Elton Brand skilur eftir sig en hann meiddist alvarlega fyrr í mánuðinum þegar hann sleit hásina. Búist er við að hann verði frá næsta hálfa árið.

Patterson hefur leikið níu tímabil í NBA með fimm liðum. Á síðasta tímabili lék hann með Milwaukee og tölfræðilega var það hans besta. Hann skoraði 14.7 stig, tók 5.4 fráköst og hitti úr 55% skota sinna.

Mike Dunleavy, þjálfari Clippers, var ánægður að bæta svo sterkum leikmanni við liðið. ,,Ég er mjög spenntur með að fá Ruben Patterson. Hann er frábær keppnismaður. Ég hef alltaf dáðst að honum og þá ákefð sem hann kemur í leik eftirleik.”

Ruben Patterson er 32 ára.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -