spot_img
HomeFréttirNBA: Cleveland jafnaði metin

NBA: Cleveland jafnaði metin

10:07
{mosimage}

 

(James setti 21 stig í nótt) 

 

Einn leikur fór fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem Cleveland Cavaliers jöfnuðu metin í 2-2 í undanúrslitum Austurstrandarinnar þegar liðið mætti Boston Celtics í fjórða leik liðanna í nótt.

 

LeBron James var stigahæsti maður vallarins með 21 stig en hann gaf einnig 13 stoðsendingar í leiknum og tók 6 fráköst ásamt því að verja 2 skot og stela 3 boltum. Hjá Boston voru þrír jafnir með 15 stig en það voru þeir Kevin Garnett, Ray Allen og Rajon Rondo. Garnett var auk þess með 10 fráköst.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -