spot_img
HomeFréttirNBA: Clevaland minnkaði muninn: Detroit komnir í álitlega stöðu

NBA: Clevaland minnkaði muninn: Detroit komnir í álitlega stöðu

11:11

{mosimage}

Tveir leikir voru í NBA-deildinni í nótt. Cleveland minnkaði muninn í 2-1 og Detroit vann Orlando á útivelli og eru komnir í 3-1.

LeBron James og félagar í Clevaland unnu stóran sigur á Boston í nótt 108-84. Skotin voru ekki að detta hjá LeBron frekar en í fyrri tveimur leikjunum en í þessum leik voru félagar hans að hitta mun betur.

Frábær leikkafli hjá Cleveland lagði grunninn að sigri en þeir leiddu 32-13 eftir fyrsta leikhluta. Boston átti fá svör og Cleveland jók muninn í fjórða leikhluta og vann með 24 stigum. LeBron James og Delonte West voru stigahæstir hjá Cleveland með 21 stig en hjá gestunum skoraði Kevin Garnett manna mest eða 17 stig.

Var þetta fjórða tap Boston á útivelli í úrslitakeppninni og þeir hafa ekki enn unnið leik á útivelli. Boston var með besta árangurinn í vetur á útivelli þar sem þeir unnu 31 og töpuðu 10.

Taushaun með sigurstigin
Tayshaun Prince kom Detroit yfir með teigskoti þegar 8.9 sekúndur voru eftir af leiknum og reyndist það sigurkarfan. Hedo Turkoglu átti svo lokaskotið en ofaní vildi það ekki og Detroit hafði eins stigs sigur 89-90.

Þar með eru þeir komnir í 3-1 en næsti leikur fer fram í Detroit. Gestirnir léku í nótt án Chauncey Billups en Lindsey Hunter og Rodney Stuckey leystu hann af.

Var þetta fjórða tap Orlando í úrslitakeppninni þegar þeir ná ekki að skora 100 stig eða meira.

Richard Hamilton 32 var stigahæstur hjá Detroit og Hedo Turkoglu skoraði 20 fyrir Orlando.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -