spot_img
HomeFréttirNBA: Chris Mihm verður ekkert með Lakers í vetur

NBA: Chris Mihm verður ekkert með Lakers í vetur

12:00

{mosimage}

Chris Mihm, miðherji L.A. Lakers, verður ekkert með liðinu í vetur en hann fór í aðgerð á ökkla í gær sem tókst mjög vel. Þrátt fyrir að aðgerði hafi heppnast vel mun hann verða frá í allan vetur.

Hann meiddi sig á ökklanum 12. mars og lék aðeins einn leik í deildinni eftir það. Hann fór síðan í aðgerð í sumar og missti þ.a.l. af öllu undirbúningstímabilinu. Fyrri aðgerðin tókst ekki nógu vel og því þurfti hann að fara aftur.

{mosimage}

Þegar hann meiddist hafði hann verið byrjunarmaður hjá Lakers með tæp 11 stig og 7 fráköst í leik.

Fréttir
- Auglýsing -