spot_img
HomeFréttirNBA: Chris Bosh og Steve Nash leikmenn mánaðarins

NBA: Chris Bosh og Steve Nash leikmenn mánaðarins

06:00

{mosimage}

Chris Bosh(Toronto) og Steve Nash(Phoenix) eru leikmenn janúar mánaðar í hvor deild fyrir sig.

Bosh skoraði 25.4 stig og tók 9.1 frákast í mánuðinum þegar Toronto vann 10 leiki og tapaði 5. Hann var einnig valinn í byrjunarliðið í Stjörnuleiknum. Bosh var stigahæstur í sínu liði í 13 af 15 leikjum þess. Hann setti persónulegt met í vörðum skotum þegar hann varði sex skot gegn Milwaukee.

Nash var með 18 stig, 13 stoðsendingar og 3.5 fráköst í mánuðinum. Hann setti persónulegt met þegar hann gaf 21 stoðsendingu í sigri gegn Cleveland þann 11. janúar. Hann gaf samtals 208 stoðsendingar í janúar sem er það mesta síðan John Stockton gaf jafn margar í mars 1995. Phoenix vann 15 af þeim 16 leikjum sem þeir spiluðu og jöfnuðu NBA-metið fyrir sigurhlutfall í janúar mánuði.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -