spot_img
HomeFréttirNBA: Carmelo styður það sem þarf að gera

NBA: Carmelo styður það sem þarf að gera

07:00

{mosimage}
(Anthonu að kljást við nýliðann Durant á dögunum)

Ef forráðamenn Denver Nuggets telja sig knúna til að skipta á leikmönnum þá hafa þeir stuðning helstu stjörnu liðsins, Carmelo Anthony, til þess að gera það. ,,Mér líkar við liðið eins og það er,” sagði Anthony á sunnudag. ,,En ef við þurfum að gera eitthvað til að gera liðið betra, þá styð ég það.”

,,Á þessum tímapunkti veit ég ekki hvað við þurfum eða að hverju við erum að leita. Það hafa verið miklar umræður um möguleg skipti á Mike Miller og Ron Artest. Ég veit ekki hvort það er eitthvað sannleiksgildi í því. En ég reyni að segja liðsfélögum mínum að hafa höfuðið hátt, þjappa okkur saman og ekki hafa áhyggjur af orðrómi um möguleg skipti. Ekkert hefur gerst enn.”

Þeir Eduardo Najera og Linas Kleiza hafa verið nefndir til sögunnar sem leikmenn sem Denver gæti reynt að skipta.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -