spot_img
HomeFréttirNBA: Carlesimo nýr þjálfari Seattle

NBA: Carlesimo nýr þjálfari Seattle

11:00

{mosimage}
(Nýr þjálfari Seattle)

Seattle Supersonics hafa loksins ráðið þjálfara fyrir liðið. P.J. Carlesimo, aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs, hefur verið ráðinn þjálfari. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari undanfarin fimm ár hjá meisturunum. Hann var aðalþjálfari Portland og Golden State um tíma.

Hann hefur einnig verið viðriðinn Bandaríska landsliðið og farið með liðinu á stórmót.

Hann er án efa frægastur fyrir að hafa orðið fyrir fólskulegri árás þegar hann þjálfaði Golden State. Latrell Sprewell, þáverandi leikmaður liðsins, réðst á hann á æfingu og reyndi að kyrkja hann. Sprewell fékk eins árs bann fyrir árásina og var sendur til New York eftir að hann kom úr baninu.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -