06:00
{mosimage}
NBA-deildin tilkynnti að Byron Scott, þjálfari New Orleans Hornets, myndi fá Red Auerbach bikarinn í ár. En hann er veittur árlega til þess þjálfara sem er valinn þjálfari ársins.
Scott náði frábærum árangri með New Orleans í vetur en hann fékk 458 stig sem þjálfari ársins. Í öðru sæti varð Doc Rivers, þjálfari Boston með 242 stig, og í þriðja var Rick Adelman, þjálfari Houston með 193 stig.
New Orleans vann sinn riðil og vann 56 leiki í vetur sem er félagsmet. Liðið setti einnig félagsmet með því að vinna 26 útileiki.
New Orleans háði harða baráttu við L.A. Lakers um efsta sætið í vesturdeildinni en þurfti að láta annað sætið duga. Samt sem áður frábær árangur enliðið vann 18 fleiri leiki heldur en í fyrra þegar þeir unnu aðeins 38.
Mynd: AP



